Glæný stikla úr True Detective

Jodie Foster fer með aðalhlutverkið í fjórðu þáttaröð True Detective.
Jodie Foster fer með aðalhlutverkið í fjórðu þáttaröð True Detective.

Sýnishorn úr nýrri þáttarröð True Detective hefur verið frumsýnt. Um er að ræða fjórðu seríu framhaldsþáttanna sem ber nafnið True Detective: Night Country en stór hluti þáttanna var tekinn upp á Íslandi.

Leikkonan Jodie Foster leikur aðalhlutverk í þáttunum en hún hefur hlotið fjölda Óskarasverðlauna í gegnum tíðina. Með henni leikur leikkonan Kali Reis einnig í aðalhlutverki.

Þættirnir voru að miklu leiti teknir upp hér á landi en gerast þó í Alaska í Bandaríkjunum. Allmargir Íslendingar komu að framleiðslu þáttanna og seint mun það gleymast þegar íslenskur leikmunastjóri þurfti að hlaupa í skarðið fyrir bandarískan leikara sem hafði greinst með kórónuveiruna.

Tökur hafa verið í Keflavík og Dalvík er búið að breyta bæjarfélögunum í smábæinn Ennis í Alaska.

Í sýnishorninu kemur fram að þættirnir eigi að koma út á þessu ári en frekari upplýsingar um frumsýningardag liggja ekki fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir