Sýnishorn úr nýrri þáttarröð True Detective hefur verið frumsýnt. Um er að ræða fjórðu seríu framhaldsþáttanna sem ber nafnið True Detective: Night Country en stór hluti þáttanna var tekinn upp á Íslandi.
Leikkonan Jodie Foster leikur aðalhlutverk í þáttunum en hún hefur hlotið fjölda Óskarasverðlauna í gegnum tíðina. Með henni leikur leikkonan Kali Reis einnig í aðalhlutverki.
Þættirnir voru að miklu leiti teknir upp hér á landi en gerast þó í Alaska í Bandaríkjunum. Allmargir Íslendingar komu að framleiðslu þáttanna og seint mun það gleymast þegar íslenskur leikmunastjóri þurfti að hlaupa í skarðið fyrir bandarískan leikara sem hafði greinst með kórónuveiruna.
Tökur hafa verið í Keflavík og Dalvík er búið að breyta bæjarfélögunum í smábæinn Ennis í Alaska.
Í sýnishorninu kemur fram að þættirnir eigi að koma út á þessu ári en frekari upplýsingar um frumsýningardag liggja ekki fyrir.