Hyggst selja Goop og hætta kvikmyndaleik

Leikkonan Gwyneth Paltrow.
Leikkonan Gwyneth Paltrow. Skjáskot/Instagram

Óskarsverðlaunaleikkonan og lífstílsgúrúinn Gwyneth Paltrow stefnir að því að selja heilsufyrirtæki sitt, Goop, sem hún setti á laggirnar árið 2008 á næstum árum. Leikkonan segist einnig ætla að setjast í helgan stein eftir að hafa starfað innan kvikmyndageirans í Hollywood síðastliðin 34 ár. 

„Við erum ekki tilbúin að selja strax. Ég þarf örfá ár í viðbót,“ sagði Paltrow í forsíðuviðtali við tímaritið Bustle. Paltrow segist sjá fyrir sér að kveðja bæði Goop og leiklistina á 55. aldursári sínu en leikkonan fagnaði 51 árs afmæli sínu í lok september. 

Árið 2018 var Goop metið á 250 milljónir bandaríkjadala, en fyrirtækið hefur notið mikillar velgengni víðs vegar um heim. Goop framleiðir meðal annars fatnað, snyrtivörur, vítamín og fleira tengt líkamlegri og andlegri vellíðan. 

Paltrow hefur fengið á sig mikla gagnrýni síðastliðin ár vegna framleiðsluvara Goop og verðlagningar en flest af því sem fyrirtækið selur eru svokallaðar lúxusvörur.

View this post on Instagram

A post shared by goop (@goop)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir