Leikarar True Detective elskuðu dvöl sína á Íslandi

Jodie Foster á frumsýningu True Detective: Night Country í Los …
Jodie Foster á frumsýningu True Detective: Night Country í Los Angeles. AFP/Chris Delmas

Fjórða þáttaröðin af True Detective, sem ber undirtitilinn Night Country, var frumsýnd nýverið og er óhætt að segja að mikil spenna hafi ríkt hér á landi vegna hennar. Þættirnir sem eiga að gerast í smábæ í Alaska voru teknir upp á Íslandi árið 2022 og 2023.

Stórleikkonan Jodie Foster, Kali Reis og fleiri leikarar sem fara með hlutverk í þáttaröðinni fengu því dágóðan tíma til að kynnast landi, þjóð, veðri og vindum. Þau sögðu frá upplifun sinni af Íslandi á rauða dreglinum í skemmtilegu myndskeiði sem birtist á TikTok-reikningi streymisveitunnar HBO Max um helgina.

Öll voru þau sammála um að Ísland væri einstakur staður með yndislegu fólki, fjölskrúðugu menningarlífi og ómældri náttúrufegurð.

Foster sagði að hún gæti vel hugsað sér að flytja til Íslands ef það væri ekki fyrir kuldann.

@hbomaxnordic They're basically all Nordic now. HBO Original #TrueDetective: Night Country is streaming on HBO Max. A new episode premieres every Monday. #td #jodiefoster #kalireis ♬ original sound - HBO Max Nordic
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar