Píratar kjósa aftur í NV

Deilur í röðum Pírata | 3. september 2016

Píratar í NV-kjördæmi kjósa aftur

Nýtt prófkjör Pírata í Norðvesturkjördæmi verður frá og með miðnætti annað kvöld, sunnudagskvöld, fram á hádegi á miðvikudaginn. Tíu gefa kost á sér og eru Þórður Guðsteinn Pétursson sem kosinn var efstur á lista í fyrra prófkjöri og Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, kapteinn Pírata á Vestfjörðum, hvorugt í þeim hópi.

Píratar í NV-kjördæmi kjósa aftur

Deilur í röðum Pírata | 3. september 2016

Píratar kjósa aftur í NV-kjördæmi.
Píratar kjósa aftur í NV-kjördæmi.

Nýtt prófkjör Pírata í Norðvesturkjördæmi verður frá og með miðnætti annað kvöld, sunnudagskvöld, fram á hádegi á miðvikudaginn. Tíu gefa kost á sér og eru Þórður Guðsteinn Pétursson sem kosinn var efstur á lista í fyrra prófkjöri og Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, kapteinn Pírata á Vestfjörðum, hvorugt í þeim hópi.

Nýtt prófkjör Pírata í Norðvesturkjördæmi verður frá og með miðnætti annað kvöld, sunnudagskvöld, fram á hádegi á miðvikudaginn. Tíu gefa kost á sér og eru Þórður Guðsteinn Pétursson sem kosinn var efstur á lista í fyrra prófkjöri og Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, kapteinn Pírata á Vestfjörðum, hvorugt í þeim hópi.

Forsaga málsins er að haldið var prófkjör Pírata í Norðvesturkjördæmi þann 15. ágúst og gáfu Þórður og Halldóra bæði kost á sér í efsta sætið. Þórður endaði efstur. Í kjölfarið sagðist Halldóra Sigrún ekki ætla að taka sæti á listanum og sagðist hafa vísbendingar um að Þórður hefði smalað í prófkjörið. Þórður sagðist hafa fengið fólk til að skrá sig í flokkinn, en braut þó ekki gegn prófkjörsreglum kjördæmaráðs Pírata með því, þar sem reglan sem bannar kosningasmölun tók ekki gildi fyrr en síðar.

Í gær var listinn í kjördæminu síðan felldur með atkvæðagreiðslu Pírata.

Við þurfum að finna fleiri

„Ég geri ráð fyrir að niðurstöður muni liggja fyrir fljótlega eftir að kosningu lýkur á miðvikudaginn,“ segir Herbert Snorrason í kjördæmaráði Pírata. „Endanlegur framboðslisti liggur svo ekki fyrir fyrr en búið er að fara yfir niðurstöðuna.“

Að sögn Herberts gefa um tíu manns kost á sér í prófkjörinu, en það er ekki nægilegur fjöldi því samkvæmt lögum þurfa 16 manns að skipa hvern framboðslista.  „Við þurfum því að finna fleiri,“ segir hann.

Spurður um hverjir gefi kost á sér í efsta sætið að þessu sinni segist hann ekki geta svarað því. 

mbl.is