Enginn rólegur dagur framundan

Alþingiskosningar 2016 | 13. janúar 2017

Enginn rólegur dagur framundan

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið yfir skipulag og taktísk atriði á fyrsta ríkisstjórnarfundi nýrrar ríkisstjórnar, sem lauk í Stjórnarráðinu fyrir skömmu.

Enginn rólegur dagur framundan

Alþingiskosningar 2016 | 13. janúar 2017

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið yfir skipulag og taktísk atriði á fyrsta ríkisstjórnarfundi nýrrar ríkisstjórnar, sem lauk í Stjórnarráðinu fyrir skömmu.

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið yfir skipulag og taktísk atriði á fyrsta ríkisstjórnarfundi nýrrar ríkisstjórnar, sem lauk í Stjórnarráðinu fyrir skömmu.

Meðal annars var rætt um fyrirkomulagið og tímasetningar varðandi ríkisstjórnarfundi.

„Það er allt hér í föstum skorðum og mikil formfesta á öllu, allt niður í smæstu atriði. Fyrir nýjan ráðherra er þetta eitt af því sem menn þurfa að læra og venja sig strax við,“ segir Sigríður.

„Hafi einhver ráðherra verið að velkjast í vafa um hvort það væri rólegur dagur framundan, þá eftir þennan fund held ég að öllum megi vera ljóst að það er ekki,“ bætti hún við.

Frá upphafi ríkisstjórnarfundarins í morgun.
Frá upphafi ríkisstjórnarfundarins í morgun. mbl.is/Eggert

Sigríður nefndi að afgreiða þurfi mörg formleg mál mjög fljótlega og að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé kveðið á um mjög mörg verkefni. „Þegar grannt er skoðað sjá menn að þetta er mjög umfangsmikið. Hver og einn ráðherra sem lítur á sinn málaflokk sér að hann verður ekki verkefnalaus.“

Spurð út í þau formlegu mál sem þarf að afreiða segir Sigríður að lög um opinber fjármál séu á meðal þeirra. Liggja þurfi fyrir fjármálaáætlun og fara þurfi í það mál strax. Einnig þarf hvert og eitt ráðuneyti að leggja fram þingmálalista fyrir Alþingi og segir hún að ráðherrum sé umhugað um að mál berist með þangað með góðum fyrirvara.

Næst á dagskrá hjá Sigríði er að funda með einstökum sviðum í sínu ráðuneyti til að fá stöðuna á þeim málum sem eru í vinnslu, þar á meðal innflytjendamálum og millidómsstigi.

mbl.is