Fyrsti ríkisstjórnarfundurinn

Alþingiskosningar 2016 | 13. janúar 2017

Fyrsti ríkisstjórnarfundurinn

Fyrsti ríkisstjórnarfundur nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hófst klukkan 9.30.

Fyrsti ríkisstjórnarfundurinn

Alþingiskosningar 2016 | 13. janúar 2017

Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar er hafinn.
Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar er hafinn. mbl.is/Eggert

Fyrsti ríkisstjórnarfundur nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hófst klukkan 9.30.

Fyrsti ríkisstjórnarfundur nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hófst klukkan 9.30.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagðist fyrir utan Stjórnarráðið ekki gera ráð fyrir því að sérstök mál verði tekin fyrir á fundinum. „Ég geri ráð fyrir því að við séum að stilla saman strengi á fyrsta fundi,“ sagði hann.

Í stjórnarsáttmálanum kemur fram að í lok kjörtímabilsins getur þingið kosið um það hvort farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að ESB.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fyrir utan Stjórnarráðið.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fyrir utan Stjórnarráðið. mbl.is/Eggert

Spurður af fréttamanni Rúv um það ef tillaga um slíkt komi fyrirfram, hvort hún yrði þá afgreidd eins, sagði Guðlaugur Þór að það verði að koma í ljós. „Það mun örugglega margt gerast í Evrópumálum á þessu kjörtímabili og það verður spennandi að fylgjast með því. Vonandi verður góð og málefnaleg umræða um þau mál eins og önnur mál sem heyra undir utanríkismálin,“ sagði hann.

Hann kvaðst eiga von á því að funda með sendiherra ESB á Íslandi, Matthias Brinkmann. „Ég á von á því að eiga gott samstarf við þær þjóðir sem eru í ESB og sömuleiðis fulltrúa framkvæmdastjórnarinnar, " sagði Guðlaugur Þór, sem stefnir á að hitta alla sendiherrana sem fyrst, vonandi í næstu viku. 

Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.
Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra. mbl.is/Eggert
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra.
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og ferðamálaráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og ferðamálaráðherra. mbl.is/Eggert
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert
Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra.
Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra. mbl.is/Eggert
Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra.
Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra. mbl.is/Eggert
mbl.is