Skilgreiningin á stöðugleika of þröng

Alþingiskosningar 2016 | 13. janúar 2017

Skilgreiningin á stöðugleika of þröng

Það er óskandi að ný ríkisstjórn fari í uppbyggingu á heilbrigðiskerfinu á réttum forsendum og bæti og byggi upp það kerfi sem þegar er til staðar í stað þess að færa reksturinn í hendur einkaaðila. Þetta mat BSRB, sem segir nýrrar ríkisstjórnar bíða mörg erfið verkefni og rétt að óska hennar velfarnaðar í störfum sínum.

Skilgreiningin á stöðugleika of þröng

Alþingiskosningar 2016 | 13. janúar 2017

BSRB segir fagnaðarefni að heilbrigðismálin séu sögð í forgangi í …
BSRB segir fagnaðarefni að heilbrigðismálin séu sögð í forgangi í stefnuyfirlýsingu nýrrar stjórnar. mbl.is/Árni Sæberg

Það er óskandi að ný ríkisstjórn fari í uppbyggingu á heilbrigðiskerfinu á réttum forsendum og bæti og byggi upp það kerfi sem þegar er til staðar í stað þess að færa reksturinn í hendur einkaaðila. Þetta mat BSRB, sem segir nýrrar ríkisstjórnar bíða mörg erfið verkefni og rétt að óska hennar velfarnaðar í störfum sínum.

Það er óskandi að ný ríkisstjórn fari í uppbyggingu á heilbrigðiskerfinu á réttum forsendum og bæti og byggi upp það kerfi sem þegar er til staðar í stað þess að færa reksturinn í hendur einkaaðila. Þetta mat BSRB, sem segir nýrrar ríkisstjórnar bíða mörg erfið verkefni og rétt að óska hennar velfarnaðar í störfum sínum.

Í fréttatilkynningu á vef sambandsins segir að stefnuyfirlýsing nýrrar stjórnar gefi tilefni til bjartsýni, en á endanum verði það verkin sem skipta máli.

Jafnlaunastefna nýrrar stjórnar sé ánægjuefni, sem og áætlanir um að hækka hámarksgreiðslur til foreldra í fæðingarorlofi og að vinna eigi að því að tryggja börnum leikskóla- eða dagvist að loknu fæðingarorlofi. 

Þá sé fagnaðarefni að heilbrigðismálin séu sögð í forgangi í stefnuyfirlýsingunni. Þar segi jafnframt að áherslan verði á að allir hafi aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og búsetu, sem rími vel við stefnu BSRB í þessum málaflokki.

Stjórnvöld verði þó að horfa til langrar framtíðar og ekki láta undan þeim sem hafa áhuga á því að auka enn á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðing geri stjórnvöldum erfitt fyrir að móta stefnu og framfylgja henni, öllum til heilla. 

Ekki beri síður að fagna því að ný stjórn sé með stórhuga áform varðandi uppbyggingu menntakerfisins. Einkennilegt sé þó að lesa að jafnræði nemenda og valfrelsi eigi að tryggja með aukinni einkavæðingu. „Þar er rétt að gjalda varhug við enda hætta á því að einkaaðilar sem starfa á þessu sviði innheimti skólagjöld sem sannarlega stuðla ekki að jafnræði,“ segir í tilkynningunni.

Ný stjórn skilgreini þó stöðugleika of þröng að mati BSRB, sem segir stjórnina virðast ætla að leggja áherslu á að viðhalda efnahagslegum stöðugleika án þess að átta sig á mikilvægi þess að huga að félagslegum stöðugleika. 

Þau ætli að styrkja skattkerfið sem tekjuöflunartæki, en að líta framhjá mikilvægi skattkerfisins sem tekjujöfnunartækis. 

„BSRB hefur mótað sér þá stefnu að skattkerfið sé nýtt sem jöfnunartæki, skattkerfið og velferðarkerfið séu rekin með því hugarfari að fólk greiði inn eftir efnum og taki út eftir þörfum. Þannig beri þeir sem betur eru staddir þyngri byrðar en þeir sem verr eru staddir. Vonandi hafa ráðherrar í nýrri ríkisstjórn þetta í huga þegar þeir móta fjármálastefnu næstu ára,“ segir í yfirlýsingunni.

mbl.is