Buðu ákveðnum einstaklingum formennsku

Alþingiskosningar 2016 | 25. janúar 2017

Buðu ákveðnum einstaklingum formennsku

„Þetta eru rosaleg vonbrigði af því að þetta eru svo mörg skref aftur í tímann.  Svo er þetta þvert á öll fyrirheit um breytt vinnubrögð,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar –Græns framboðs, í samtali við mbl.is.

Buðu ákveðnum einstaklingum formennsku

Alþingiskosningar 2016 | 25. janúar 2017

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, segir stjórnarflokkana sína ósveigjanleika við skipan …
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, segir stjórnarflokkana sína ósveigjanleika við skipan nefnda. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Þetta eru rosaleg vonbrigði af því að þetta eru svo mörg skref aftur í tímann.  Svo er þetta þvert á öll fyrirheit um breytt vinnubrögð,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar –Græns framboðs, í samtali við mbl.is.

„Þetta eru rosaleg vonbrigði af því að þetta eru svo mörg skref aftur í tímann.  Svo er þetta þvert á öll fyrirheit um breytt vinnubrögð,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar –Græns framboðs, í samtali við mbl.is.

Haft var eftir Birg­i Ármanns­syni, þing­flokks­formanni Sjálf­stæðis­flokksins nú í hádeginu að útlit sé fyr­ir að all­ar átta fasta­nefnd­ir Alþing­is verði und­ir for­mennsku stjórn­ar­liða. Sagði Birgir að leitað hafi verið sam­komu­lags við stjórn­ar­and­stöðuna um for­mennsku í nefnd­un­um átta, en að stjórnarandstaðan hafi ekki kosið að taka að sér for­mennsku eða vara­for­mennsku í nefnd­un­um á þeim nefndarfundum sem hann hafi heyrt um.

Var ekki boðin flokkunum heldur einstaklingum

Svandís segir ástæðu þessa að hluta þá að formennskan hafi verið boðin ákveðnum einstaklingum, en ekki flokkunum, sem sé bæði óásættanlegt og ólýðræðislegt. „Enda myndi okkur ekki detta í hug að við gætum haft áhrif á þeirra ákvarðanir um mönnun,“ segir  hún.

Ósveigjanleikinn sem stjórnarflokkarnir sýndu hafi þá sömuleiðis haft áhrif. „Við í sjálfum sér féllumst á þau rök að þau þyrftu 5 í hverri fastanefnd, sem er ekki sjálfgefið út frá þingstyrk, og við féllumst á ákveðin rök þeirra en fengum ekki skilning á móti.“

Svandís segir skipanina nú vera þvert á þau skef sem stigin hafi verið undanfarin ár í átt að auknu sjálfstæði Alþingis.

„Þeir eru með minnsta mögulega meirihluta og minnihluta kjósenda á bak við sig og fara fram með þessum hætti,“ segir hún.

„Þetta eru skref marga áratugi aftur í tímann og mikil vonbrigði og til marks um að það sé engin innistæða fyrir því þegar stjórnarliðar segjast vilja bætt samstarf á Alþingi. Þetta er langt frá því sem eðlilegt er út frá þingstyrk og ekki í samræmi lagabreytinguna frá 2011, sem var gerð á grundvelli Rannsóknarskýrslu Alþingis um aukið sjálfstæði þingsins frammi fyrir framkvæmdavaldinu.“

mbl.is