Snemmtæk íhlutun nemendum til aðstoðar er ein af lykilsetningunum hvað viðkemur grunnskólunum en þá er námsaðstoð veitt um leið og námsörðugleikar gera vart við sig og nýtist þannig best nemendunum sjálfum, aðstandendum þeirra og starfsfólki skóla.
Snemmtæk íhlutun af þessu tagi virðist hafa náð mestri útbreiðslu á leikskólastigi hér á landi. Þetta kemur fram í úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi. Þar segir að það sé skýrt viðhorf þeirra sem sinna menntamálum að komi greining sérþarfa í námi og ráðstafanir við þeim of seint leiði það til aukins kostnaðar. „Vandinn snýr ekki síst að nemendum sem teljast á „gráu svæði“, þ.e. námsþarfir þeirra blasa við kennurum en hafa ekki verið greindar formlega og nemendur eiga því ekki rétt á sérstakri námsaðstoð,“ segir í úttektinni sem gefin var út árið 2017.
Snemmtæk íhlutun nemendum til aðstoðar er ein af lykilsetningunum hvað viðkemur grunnskólunum en þá er námsaðstoð veitt um leið og námsörðugleikar gera vart við sig og nýtist þannig best nemendunum sjálfum, aðstandendum þeirra og starfsfólki skóla.
Snemmtæk íhlutun af þessu tagi virðist hafa náð mestri útbreiðslu á leikskólastigi hér á landi. Þetta kemur fram í úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi. Þar segir að það sé skýrt viðhorf þeirra sem sinna menntamálum að komi greining sérþarfa í námi og ráðstafanir við þeim of seint leiði það til aukins kostnaðar. „Vandinn snýr ekki síst að nemendum sem teljast á „gráu svæði“, þ.e. námsþarfir þeirra blasa við kennurum en hafa ekki verið greindar formlega og nemendur eiga því ekki rétt á sérstakri námsaðstoð,“ segir í úttektinni sem gefin var út árið 2017.
Snemmtæk íhlutun nemendum til aðstoðar er ein af lykilsetningunum hvað viðkemur grunnskólunum en þá er námsaðstoð veitt um leið og námsörðugleikar gera vart við sig og nýtist þannig best nemendunum sjálfum, aðstandendum þeirra og starfsfólki skóla.
Snemmtæk íhlutun af þessu tagi virðist hafa náð mestri útbreiðslu á leikskólastigi hér á landi. Þetta kemur fram í úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi. Þar segir að það sé skýrt viðhorf þeirra sem sinna menntamálum að komi greining sérþarfa í námi og ráðstafanir við þeim of seint leiði það til aukins kostnaðar. „Vandinn snýr ekki síst að nemendum sem teljast á „gráu svæði“, þ.e. námsþarfir þeirra blasa við kennurum en hafa ekki verið greindar formlega og nemendur eiga því ekki rétt á sérstakri námsaðstoð,“ segir í úttektinni sem gefin var út árið 2017.
Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslumála og þróunar við Háskóla Íslands, telur að á Íslandi sé almenn ánægja með leikskólastigið áberandi og það frjálsræði sem þar ríkir. „Frjáls leikur er iðulega í aðalhlutverki í starfsemi leikskóla sem er að mínu mati mjög dýrmætt og er heilbrigð sýn á þroska. Ég hef aftur á móti ákveðnar áhyggjur af því að sum börn komi í grunnskólann af leikskólastiginu án þess að vera nægilega tilbúin til þess. Við þurfum að vera sérstaklega vakandi fyrir þeim þar sem skólakerfið hefur varla bolmagn til þess að sinna þeim sérstaklega og þau verða strax á eftir hópnum í grunnskólanum.
Eitt af því sem við Freyja Birgisdóttir, dósent við sálfræðideild HÍ, höfum fundið er að börn sem standa verr að vígi þegar þau byrja í grunnskólanum dragast alltaf meira aftur úr þegar á líður skólagönguna, svo sem í læsi og lesskilningi. Að koma tilbúinn inn í grunnskólann er því lykilatriði. Því er mikilvægt að finna þessi börn og veita þeim aukinn stuðning strax. Oft þarf þessi hópur mjög markvissa og stundum „intensífa“ aðstoð. Það er t.d. ekki nóg fyrir marga að fá talþjálfun tvisvar í viku eða eitthvað sambærilegt heldur þurfa mörg börn miklu meiri stuðning en það og það er starf sem krefst sérfræðiþekkingar sem er óraunhæft að hver skóli hafi yfir að ráða. Þetta þarf að efla bæði í leik- og grunnskólum – að veita slíka þjónustu. Margir kennarar eru að gera góða hluti en við þurfum að vera með meira af samræmdum aðgerðum, ekki bara eitthvað sem kennararnir gera sjálfir að eigin frumkvæði, þeir leysa ekki svona flókinn vanda einir,“ segir Steinunn.
Steinunn, sem er jafnframt prófessor við sálfræðideild HÍ, hefur rannsakað sjálfstjórn barna bæði hér á landi og í Bandaríkjunum, þ.e. hvernig börn stjórna tilfinningum sínum, hugsun og hegðun. Þar á meðal hvernig þau læra að halda aftur af viðbragði, stýra athygli og hemja reiði, sem er nauðsynleg færni fyrir alls konar félagsleg samskipti, eins og að grípa ekki fram í, sitja kyrr og hlusta á sögu eða leysa ágreining með orðum, en allt eru þetta mikilvæg viðfangsefni barna á leikskólaaldri.
„Ég lærði og starfaði lengi í Bandaríkjunum og kynntist þar skólum þar sem lögð er mikil áhersla á sjálfstjórn barna því við lok leikskólans segir sjálfstjórn barna mikið til um hvernig þeim mun vegna námslega í grunnskólanum. Sjálfstjórn er því oft kennd markvisst í leikskólum og sérstaklega hugað að börnum sem eru veik fyrir – t.d. þeim sem fá ekki nægilegan stuðning heima fyrir til að læra þessa undirstöðufærni. Því þú verður að hafa þessa færni þegar þú kemur í skóla enda gengur skólastarfið út frá því að þú kunnir þetta. En þetta gerist ekki af sjálfu sér og það er erfitt fyrir mörg börn að ná tökum á þessari færni en er engu að síður nauðsynlegt. Ef þau hafa ekki þessa færni þegar þau koma í skólann verður skólaviðveran erfið fyrir þau. Þau geta átt erfitt með að sitja kyrr, hlusta lengi, læra leiðbeiningar og muna þær, og svo framvegis,“ segir Steinunn.
„Það eru sérstakir hópar sem við þurfum að vera sérstaklega vakandi fyrir að þurfi e.t.v. meiri stuðning. T.d. hafa rannsóknir sýnt að börn sem eiga í mestum vanda eru oft strákar með lélega tilfinningastjórnun og sem búa við slök uppeldisskilyrði. Þeir eru líklegir til þess að lenda í vanda í grunnskóla ef þeir fá ekki aðstoð í leikskólanum. Þá er hætta á að þeir lendi í vanda í tengslum við vini, sé hafnað af félögum og geta mætt neikvæðu viðhorfi frá skólanum þegar þeir hefja nám. Þegar komið er á miðstig hefur staða þeirra oft versnað enn frekar ef ekkert er að gert og þeir leita þá gjarnan uppi aðra stráka sem þeir samsama sig við. Þegar þeir eru komnir á unglingastig getur þessi hópur verið kominn í verulegan vanda,“ segir Steinunn og vísar til bandarískra rannsókna sem sýna að mjög lítill hópur unglingsdrengja fremur stóran hluta allra afbrota sem framdir eru af unglingum.
Að sögn Steinunnar er þetta mynstur vel þekkt í mörgum samfélögum og þessir drengir komnir í mikinn vanda ef þeir fá ekki aðstoð og nánast engin leið að grípa þá þegar allt er komið í óefni á unglingsárunum. Ef gripið er inn í fyrr og þeir studdir af fullum krafti er hægt að bjarga svo miklu segir hún. „Við verðum að vera með augun opin á þessum hópi. Það skiptir öllu máli.“
Hún segir að það sé samt engin ástæða til að örvænta því það sé svo margt sem geti verndað börn fyrir áhættuþáttum og við sem samfélag getum byggt upp margar leiðir til að börn og ungt fólk hafi margvíslegan stuðning. Þar leika góðir kennarar og skólar lykilhlutverk en ekki síður að börn hafi einhvern góðan og traustan í lífinu sem sem trúir á þau. Eins er ótrúlega mikil seigla hjá fjölskyldum og mikilvægt að vinna með styrkleika fólks, ekki veikleika. Ýmsar fjölskyldur hér á landi þurfa að vinna undir meira álagi en við getum flest ímyndað okkur að sé gerlegt, svo sem þær sem búa við fátækt eða hafa ekkert félagslegt net, eins og margir innflytjendur búa við. Mikilvægt sé að hafa þetta í huga í stað þess að alhæfa um fólk og stöðu þess.
„Smæð íslensks samfélags er styrkur þess. Hér eru allir í sama heilbrigðiskerfinu og við eigum auðvelt með að grípa inn, til að mynda varðandi áfengisneyslu og fleira líkt og dæmin sanna. Við höfum góð tækifæri til að tengja saman skólakerfi og búum við aðstæður sem gera breytingar auðveldar. Við getum alltaf gripið inn í en snemmtæk úrræði eru best,“ segir Steinunn.
Eitt af því sem bæði kennarar og skólastjórnendur hafa rætt við blaðamann um er skortur á gagnreyndum rannsóknum í menntavísindum. Ekki síst megindlegum rannsóknum þar sem mikil áhersla er lögð á eigindlegar rannsóknir við háskóla hér á landi. Hugmyndir eins og rannsóknarsetur menntunar eru eitt af því sem hefur verið nefnt og talið að myndi styrkja starf fólks í menntakerfinu.
Steinunn tekur undir þetta og segir að það sé veikleiki íslenska menntakerfisins að okkur vantar enn öflugri menntarannsóknir. „Það er óhjákvæmilegt að við, svona fámenn þjóð, erum með frekar lítið vísindasamfélag, en afleiðing þess er að við erum að byggja heilt menntakerfi á tiltölulega litlu fræðasamfélagi. Víða erlendis eru heilu stofnanirnar sem sinna menntarannsóknum eða halda utan um slíkar gagnreyndar rannsóknir og vinna markvisst að því að koma þeim inn í skólana. Það grátlega er að við skulum ekki nýta rannsóknir enn betur hér á landi – við erum ekki að tala um gríðarlegt umfang, nokkrir rannsakendur gætu gert heilmikið ef þeir hefðu þetta að sínu aðalstarfi; að styðja við að gagnreyndar aðferðir séu nýttar í skólakerfinu – þó það væri ekki annað en að finna og þýða erlendar rannsóknir.“
Steinunn, sem hefur komið að ýmsum rannsóknum á þroska leik- og grunnskólabarna, vill sjá aukna áherslu á megindlegar rannsóknir á Íslandi.
„Megindlegar rannsóknir eru best til þess fallnar að finna hvaða aðferðir virka og hverjar ekki. Þessar rannsóknir eru því miður of stutt komnar hér. Ég tel að íslenskar menntarannsóknir séu á fleygiferð, en það kom mér á óvart þegar ég flutti til Íslands aftur að slíkar rannsóknir væru ekki fyrirferðarmeiri.“
Hún segir að þetta sé smátt og smátt að breytast og nefnir sem dæmi doktorsrannsókn Sigríðar Ólafsdóttur sem rannsakaði þróun orðaforða og lesskilnings hjá nemendum með íslensku sem annað mál. Í rannsókninni voru tveir aldurshópar grunnskólanema með íslensku sem annað mál prófaðir þrisvar á þriggja ára tímabili með orðaforða- og lesskilningsprófum.
Einnig var samanburðarhópur nemenda sem hafa íslensku sem móðurmál í rannsókninni og var hann prófaður á sama hátt. Niðurstöðurnar sýndu að börnin sem höfðu íslensku sem annað mál höfðu minni orðaforða í fjórða bekk en þau sem höfðu íslensku að móðurmáli og breikkaði bilið á milli hópanna tveggja á rannsóknartímanum. Hvað lesskilning varðar þá þróaðist hann hægt hjá báðum hópum á tímabilinu en þau börn sem höfðu íslensku að móðurmáli héldu þó jöfnu forskoti sínu á hinn hópinn allan tímann. „Þetta eru mikilvægar upplýsingar sem þarf að nota til að mæta þörfum þessa hóps sem klárlega fær ekki þann stuðning sem hann þarf,“ segir Steinunn.
„Við þurfum að tryggja að við nýtum vísindalega þekkingu og notum hana. Það háir okkur að vera ekki með meira af rannsóknum sem segja okkur hvaða gagnreyndu aðferðir virka í starfi með börnum og hverjar ekki. Það er frábært starf unnið í íslenskum skólum og kennarar beita frumkvæði og sköpun við að leysa ótrúlegustu verkefni en það getur ekki verið á þeirra ábyrgð að gera rannsóknir á t.d. kennsluaðferðum. Það myndi styðja mjög við þeirra starf að geta nýtt sér niðurstöður gagnreyndra rannsókna í starfi í stað þess að renna blint í sjóinn,“ segir Steinunn.
Mikill meirihluti kennara á grunnskólastigi er fagmenntaður og hefur hlutfallið hækkað jafnt og þétt undanfarin ár. Í skýrslunni Mat á framkvæmd stefnu um skóla án aðgreiningar segir að almennt sé litið svo á að hugmyndafræði um menntun án aðgreiningar sé jákvæð en margir í skólasamfélaginu séu þeirrar skoðunar að til þurfi að koma aukið fjármagn, meiri sérfræðiþekking og meiri faglegur stuðningur auk þess sem efla þurfi rannsóknarstarf til þess að tryggja árangursríka framkvæmd stefnunnar skóli án aðgreiningar.
Steinunn segir að fagmennska hafi aukist mikið í íslensku skólakerfi með aukinni menntun kennara en að við verðum að vera nógu hugrökk til þess að leita uppi veikleikana og bæta þá. Að breyta umræðunni um kennara, sem menntamálaráðherra hefur lagt gríðarlega áherslu á, og átakið Komdu að kenna eru skýr dæmi um hvað slíkt átak getur skilað miklu. Um sameiginlegt átak háskólanna fjögurra sem bjóða upp á kennaranám var að ræða og miðaði að því að kynna kennaranám sem spennandi kost fyrir fólk á öllum aldri. Það, ásamt breyttri orðræðu, skilaði sér meðal annars í stóraukinni aðsókn í kennaranám, segir Steinunn Gestsdóttir, „og ég get ekki hugsað mér betri fjárfestingu fyrir samfélagið en í kennaramenntun og menntarannsóknum“.