Skynjuðu merki úr flugritum þotunnar

Franskir sjóliðar taka m.a. þátt í leitinni.
Franskir sjóliðar taka m.a. þátt í leitinni. AFP

Franskt skip hefur skynjað merki sem talin eru koma frá flugritum farþegaþotu EgyptAir sem hrapaði í Miðjarðarhafið fyrir um tveimur vikum síðan. Egypsk yfirvöld greindu frá þessu í dag en merkin eiga að koma frá hafsbotni á leitarsvæðinu í Miðjarðarhafinu.

Sextíu og sex voru um borð þegar að þotan, sem var að gerðinni Airbus A320, hrapaði 19. maí. Hún var á leið frá París til Kaíró. Þotan hvarf af ratsjám án þess að senda frá sér neyðarboð.

Frönsk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um merkin.

BBC segir frá.

Fórnarlambanna var minnst í Kaíró í síðustu viku.
Fórnarlambanna var minnst í Kaíró í síðustu viku. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka