Jemtland var skotin til bana

Janne Jemtland bjó í smábænum Brumunddal í Noregi.
Janne Jemtland bjó í smábænum Brumunddal í Noregi.

Norska lögreglan hefur staðfest að Janne Jemtland var skotin til bana. Jemtland hafði verið saknað í átján daga er lík hennar fannst í á í Brumunddal. 

Eiginmaður Jemtland er í haldi lögreglu grunaður um að hafa banað henni. Í frétt NRK um málið segir að eiginmaðurinn segi að um slys fyrir utan heimili þeirra hafi verið að ræða. Hann segir að þau hjónin hafi ekki rifist í jólaboði sem þau sóttu fyrr um kvöldið.

Lögreglan hefur ekki fundið byssuna sem Jemtland var skotin með. Þá hefur sími Jemtland ekki heldur fundist en talið er að hann hafi verið eyðilagður. 

Í frétt norska ríkissjónvarpsins um rannsókn málsins er haft eftir lögreglu að hún telji að blóði, sem fannst á tveimur stöðum í nágrenni miðbæjar Brumunddal, hafi verið komið þar fyrir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert