Málsmeðferð Stormy gegn Cohen frestað

Stormy Daniels, sem heirir réttu nafni Stephanie Clifford. Málsmeðferð á …
Stormy Daniels, sem heirir réttu nafni Stephanie Clifford. Málsmeðferð á lögsókn hennar gegn lögfræðingi Donalds Trumps hefur verið frestað þar sem hann sætir rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar. AFP

Dómari við ríkisdómstól í Kaliforníu hefur gert 90 daga hlé á málsmeðferð klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels gegn Michael Cohen, lögmanni Donalds Trumps Bandaríkjaforseta.

Daniels höfðaði mál gegn lögmanninum til þess að fá samkomulagi um þögn hennar um samband við forsetann hnekkt. Cohen greiddi Daniels 130 þúsund Bandaríkjadali rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016 til þess að koma í veg fyr­ir að hún tjáði sig um meint sam­band henn­ar við for­set­ann árið 2006. Daniels hef­ur greint frá því að þau hafi sofið sam­an einu sinni en að Trump hafi margít­rekað reynt að end­ur­nýja kynn­in.

Í frétt BBC kemur fram að dómarinn James Otero ákvað að gera hlé á málsmeðferðinni vegna mögulegrar lagaflækju sem gæti komið upp þar sem Michael Cohen sætir rannsókn lögreglu. Banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an FBI gerði hús­leit á skrif­stofu Cohen fyrr í mánuðinum. Leit­in var gerð eft­ir til­vís­un þess efn­is frá Robert Mu­ell­er, sem stýr­ir rann­sókn sér­stakr­ar nefnd­ar á meint­um af­skipt­um Rússa af kosn­inga­bar­áttu for­set­ans árið 2016.

Lögmenn Cohens hafa áður krafist þess að málsmeðferðinni verði frestað um þrjá mánuði þar sem málin skarast.

Michael Cohen hefur verið lögfræðingur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í mörg …
Michael Cohen hefur verið lögfræðingur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í mörg ár. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert