Lést eftir að hafa kveikt í sér

Lögreglan að störfum fyrir utan dómsalinn.
Lögreglan að störfum fyrir utan dómsalinn. AFP/Spencer Platt

Karlmaðurinn sem kveikti í sér í gær fyrir utan dómsalinn þar sem réttað verður yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er látinn.

Maxwell Azzarello, 37 ára, hellti yfir sig eldfimum vökva áður en hann fleygði pappírum í loftið með samsæriskenningum, að því er BBC greindi frá.

Trump á leið inn í dómsalinn.
Trump á leið inn í dómsalinn. AFP7Spencer Platt

Hann var fluttur á sjúkrahús í gær í lífshættu og lést hann þar, að sögn CBS.

Trump var staddur inni í dómsalnum þar sem verið var að velja í kviðdóm en yfirgaf salinn á meðan á atvikinu stóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert