Ökutækin brunnu til kaldra kola

Eldur kom upp í báðum ökutækjunum eftir áreksturinn.
Eldur kom upp í báðum ökutækjunum eftir áreksturinn. AFP

Ellefu einstaklingar, sem talið er hafi verið farandfólk, létust eftir að ökutæki þeirra lenti í hörðum árekstri við flutningabíl í norðurhluta Grikklands í dag og brann til kaldra kola. Lögregla segir að bíllinn sem fólkið var í hafi áður verið notaður til þess að smygla farandfólki á milli landa.

Eldur kom upp í báðum ökutækjunum eftir áreksturinn, en ökumaður flutningabílsins slapp frá slysinu án alvarlega meiðsla.

Lögregla í Grikklandi segir að fyrr í dag hafi ökumaður bílsins sem farandfólkið var í ekki virt stöðvunarskyldu lögreglu þegar reynt var að stöðva bílinn í umferðareftirliti.

Ekki er enn vitað frá hvaða ríkjum þau ellefu sem létust í slysinu voru.

11 manns létust í slysinu.
11 manns létust í slysinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert