Faðir látnu barnanna í gæsluvarðhald

Strandgatan í Södertälje en í bænum, sem er skammt suður …
Strandgatan í Södertälje en í bænum, sem er skammt suður af Stokkhólmi, búa rúmlega 70.000 manns. Ljósmynd/Wikipedia.org/Holger Ellgaard

Gæsluvarðhaldsúrskurður var í morgun kveðinn upp yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa átt þátt í dauða tveggja barna í Södertälje, úthverfi Stokkhólms í Svíþjóð, á miðvikudaginn.

Maður og kona, sem tengdust börnunum látnu fjölskylduböndum, voru handtekin sama dag en í gær varð ljóst að ekki þætti ástæða til að halda konunni lengur. Karlmaðurinn er faðir barnanna að sögn sænska ríkisútvarpsins SVT.

Eftir því sem sænska blaðið Expressen greinir frá var það nágranni fólksins sem hafði samband við lögreglu. Er hún kom á vettvang hittist maðurinn, sem nú liggur undir grun, þar fyrir með alvarlega áverka. Ekki var enn ljóst í gær hvert ástand hans var.

SVT

Aftonbladet

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert