Ghosn beittur harðræði í fangelsinu

Fréttaflutningur af Ghosn á götuskjá í Tókýó í síðustu viku. …
Fréttaflutningur af Ghosn á götuskjá í Tókýó í síðustu viku. Hann segist hafa verið ranglega ásakaður og beittur harðræði. AFP

Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformaður japanska bílaframleiðandans Nissan, hefur fengið óblíðar móttökur í japönsku fangelsi og hlýtur þar „harkalega meðferð“ samkvæmt eiginkonu hans. Hún hefur nú hvatt Mannréttindavaktina (e. Human rights watch) til að vekja athygli á máli Ghosn. Þetta kemur fram á fréttasíðu Reuters.

Saksóknari í Japan ákærði Ghosn fyrir fjármálamisferli en hann var hand­tek­inn í nóv­em­ber og sakaður um að hafa ekki gefið rétt­ar upp­lýs­ing­ar um laun sín og fyr­ir að hafa notað eign­ir fyr­ir­tæk­is­ins til per­sónu­legra nota utan vinnu­tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert