Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformaður japanska bílaframleiðandans Nissan, hefur fengið óblíðar móttökur í japönsku fangelsi og hlýtur þar „harkalega meðferð“ samkvæmt eiginkonu hans. Hún hefur nú hvatt Mannréttindavaktina (e. Human rights watch) til að vekja athygli á máli Ghosn. Þetta kemur fram á fréttasíðu Reuters.
Saksóknari í Japan ákærði Ghosn fyrir fjármálamisferli en hann var handtekinn í nóvember og sakaður um að hafa ekki gefið réttar upplýsingar um laun sín og fyrir að hafa notað eignir fyrirtækisins til persónulegra nota utan vinnutíma.