Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan, Carlos Ghosn, var látinn laus gegn tryggingu í Tókýó í dag. Hefur hann setið í gæsluvarðhaldi í meira en 100 daga grunaður um að hafa ekki gefið réttar upplýsingar um laun sín og fyrir að hafa notað eignir fyrirtækisins til persónulegra nota utan vinnutíma.