Ghosn með króníska lifrarbilun

Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformaður Nissan, hefur nú verið hnepptur í …
Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformaður Nissan, hefur nú verið hnepptur í gæsluvarðhald í fjórða sinn. AFP

„Ólögleg“ handataka Carlos Ghosn hefur truflað meðferð sem hann gengst undir vegna lifrarbilunar. Þetta fullyrða lögfræðingar Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan bílaframleiðandans og hann með of hátt kólesteról vegna meðferðarinnar sem hann hafi sætt.

Reuters segir að í dómsskjölum sem verjendur Ghosn lögðu fram eftir að japanskir saksóknarar handtóku hann í fjórða skipti, sé fullyrt að handtakan sé eingöngu framkvæmt í því skyni að hindra vinnu verjenda hans og til að þvinga fram játningu.

Skrifstofa saksóknara í Tókýó er sögð hafa neitað að tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

Ghosn var handtekinn í fjórða skipti á fimmtudaginn fyrir viku, en hann hafði þá dvalist í íbúð sinni í Tókýó frá því að hann var látinn laus gegn greiðslu níu milljón dollara tryggingar.  Hann er nú í sama gæsluvarðhaldsfangelsi og hann hafði áður verið vistaður í í rúma 100 daga.

Ghosn hefur hafnað öllum ásökunum á hendur sér og segja lögfræðingar hans fangelsunina nú vera ólögmæta. Er Ghosn sagður vera með hátt kólesteról vegna meðferðarinnar sem hann hefur sætt, auk þess að þjást af krónískum lifrarsjúkdómi og rákvöðvalýsu, sem felur í sér að vöðvafrumur losa innihald sitt inn út í blóðrásina.

Segja verjendur Ghosn það „ómannúðlegt“ af saksóknaraembættinu að trufla meðferð hans „til hægðarauka fyrir saksóknara“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka