„Munum krefjast dauðarefsingar“

Embætti saksóknara í El Paso hyggst fara fram á dauðarefsingu yfir manninum sem myrti 20 og særði 26 til viðbótar, er hann hóf skotárás í verslun Walmart í gær.

Banda­rísk­ir fjöl­miðlar hafa greint frá því að árás­armaður­inn heiti Pat­rick Crusius og sé 21 árs. Hann er sagður hafa birt stefnu­yf­ir­lýs­ingu, mani­festó, þar sem hann fjallaði meðal ann­ars um það sem hann kallaði „inn­rás“ fólks frá rómönsku Am­er­íku í Texas-ríki.

„Ég get sagt ykkur það alveg strax að ákæra ríkisins hljóðar upp á morðákæru þannig að hægt er að fara fram á dauðarefsingu yfir honum,“ sagði ríkissaksóknarinn Jaime Esparza við fréttamenn. „Við munum krefjast dauðarefsingar.“

Einn mannskæðasti dagur í sögu Texas

Greg Allen, lög­reglu­stjóri í El Paso, sem er á landa­mær­um Mexí­kó og Banda­ríkj­anna, sagði á blaðamanna­fundi í gær­kvöldi að lög­regla væri að skoða þessa stefnu­yf­ir­lýs­ingu manns­ins og sagði að hún gæfi til kynna að setja mætti gjörðir hans í sam­hengi við hat­urs­glæp.

„Við munum sækja málið af hörku, bæði sem morðmál og sem hatursglæpur, sem er nákvæmlega það sem þetta virðist vera,“ hefur BBC eftir Greg Abbott ríkisstjóra Texas á fundi með fréttamönnum.

Sagði Abbot gærdaginn hafa vera einn „mannskæðasta dag í sögu“ Texas, en árásin er sú áttunda mannskæðasta sem orðið hefur í Bandaríkjunum í seinni tíð.

 Í frétt AFP um málið er fjallað um það sem stend­ur í stefnuyfirlýsingu árás­ar­manns­ins, sem hann birti að sögn CNN á vefsíðunni 8ch­an.

Sagði hann þar árás­ina vera „svar við inn­rás fólks af rómönsk­um upp­runa inn í Texas“ og vísaði með ein­hverj­um hætti til skotárás­anna í Christchurch á Nýja-Sjálandi, þar sem hvít­ur maður drap 51 múslima í mars á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert