Lýsti áhyggjum af vopnaeign sonar síns

AFP

Móðir rúmlega tvítugs karlmanns, sem myrti 22 manns í Walmart-verslunarmiðstöð í borginni El Paso í Texas-ríki í Bandaríkjunum um síðustu helgi, hringdi í lögregluna nokkrum vikum fyrir árásina og lýsti áhyggjum af skotvopnaeign hans.

Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC að móðir árásarmannsins, sem heitir Patrick Crusius og er 21 árs gamall, hafi haft áhyggjur af því að hann væri í andlegu ástandi til þess að eiga riffil. Farið hefur verið fram á dauðarefsingu yfir manninum.

Lögmenn fjölskyldu Crusius segja að móðir hans hafi þó haft samband við lögregluna til þess að afla upplýsinga en ekki vegna þess að hún hafi óttast að hann kynni að skaða aðra. Óljóst sé hvort um sé að ræða sama vopn og notað var í árásinni.

Fjölskylda Crusius endi frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásarinnar og fordæmdi hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert