Handtökuskipun á hendur eiginkonu Ghosn

Carlos Ghosn ásamt eiginkonu sinni, Carole.
Carlos Ghosn ásamt eiginkonu sinni, Carole. AFP

Saksóknarar í Japan hafa fengið útgefna handtökuskipun á hendur Carole Ghosn, eiginkonu fyrrverandi forstjóra Nissan, Carlos Ghosn, sem flúði landið í lok desember.

Carlos Ghosn hefur verið ákærður fyrir margvísleg efnahagsbrot, svo sem skattsvik, að hafa ekki gefið réttar upplýsingar um laun sín og fyrir að hafa notað eignir Nissan til persónulegra nota utan vinnutíma. Handtökuskipunin á hendur eiginkonu hans byggir hins vegar á því að hún hafi sagt ósatt við vitnisburð.

Carlos Ghosn yfirgaf Tókýó, höfuðborg Japans, með hraðlest 29. desember, á meðan hann var laus gegn tryggingu en þó í farbanni. Þaðan fór hann til Osaka og er talinn hafa farið með einkaflugvél til Istanbúl í Tyrklandi og loks til Beirút í Líbanon.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert