Segir saksóknara hafa hótað fjölskyldu sinni

Car­los Ghosn, fyrr­ver­andi for­stjóri japanska bif­reiðafram­leiðand­ans Nis­s­an, á blaðamannafundi í …
Car­los Ghosn, fyrr­ver­andi for­stjóri japanska bif­reiðafram­leiðand­ans Nis­s­an, á blaðamannafundi í Beirút í Líbanon. AFP

Car­los Ghosn, fyrr­ver­andi for­stjóri bif­reiðafram­leiðand­ans Nis­s­an, segir að japanskir saksóknarar hafi verið bæði hrottafengnir og miskunnarlausir við sig og hótað aðgerðum gegn fjölskyldu hans ef hann myndi ekki gangast við ásökunum þeirra. Þetta sagði hann á fréttamannafundi í Beirút í Líbanon, en þangað flúði hann í lok desember eftir að hafa verið sakaður um stórfelld skattsvik sem hann neitar.

Ghosn kom fram opinberlega í fyrsta skiptið á fundinum síðan hann flúði Japan, en hann hafði verið laus gegn tryggingu. Sagði Ghosn á fundinum að hann væri þar til að hreinsa nafn sitt og að ásakanirnar gegn honum væru haldlausar.

Yfirvöld í Tyrklandi og Japan rannsaka nú hvernig Ghosn komst frá Japan, en Interpol hefur lýst eftir honum og farið fram á að hann verði handtekinn. Þá hefur handtökuskipun einnig verið gefin út á hendur Carole Ghosn, eiginkonu Carlos.

Carlos Ghosn mætir til fundarins í dag.
Carlos Ghosn mætir til fundarins í dag. AFP

For­stjór­inn fyrr­ver­andi flúði með einka­flug­vél til Ist­an­búl í Tyrklandi og þaðan með ann­arri einka­flug­vél til Líb­anon hvar hann hef­ur óskað eft­ir alþjóðlegri vernd. Ghosn fædd­ist í Bras­il­íu en er af líb­önsk­um upp­runa og ólst upp í Líb­anon. Hann er með bras­il­ískt, líb­anskt og franskt rík­is­fang en hann fram­vísaði frönsku vega­bréfi við kom­una til Líb­anon.

Bú­ist er við að farið verði fram á framsal Ghosn frá Líb­anon en hins veg­ar eru tald­ar litl­ar lík­ur á að af því verði þar sem eng­inn framsals­samn­ing­ur er í gildi á milli Jap­ans og Líb­anon.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka