Yfir tvær milljónir tilfella í Brasilíu

Heilbrigðisstarfsfólk með sjúkling í Brasilíu.
Heilbrigðisstarfsfólk með sjúkling í Brasilíu. AFP

Rúmlega tvær milljónir Brasilíumanna hafa greinst með kórónuveiruna en sérfræðingar vara við því að faraldurinn sé enn í hröðum vexti í landinu.

Alls hafa rétt tæp 77 þúsund látist af völdum kórónuveirunnar í Brasilíu en íbúar landsins eru um 210 milljónir.

Í frétt BBC kemur fram að fleiri tilfelli hafi eingöngu greinst í Bandaríkjunum.

Jair Bol­son­aro, for­seti Bras­il­íu, greindist smitaður af kórónuveirunni á dögunum. Hann kom fram í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni á miðvikudagskvöld þar sem hann sagðist enn vera með veiruna en væri þó einkennalaus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert