Sterkur jarðskjálfti, sem metinn hefur verið allt að 7 að stærð, varð á 16,5 kílómetra dýpi norðan við grísku eyjuna Samos í Eyjahafi, undan vesturströnd Tyrklands, nú klukkan 11.50 að íslenskum tíma.
Skjálftinn fannst greinilega í Tyrklandi, á eyjunni Krít og í grísku höfuðborginni Aþenu.
Líklegt er að skemmdir hafi orðið á byggingum þegar skjálftinn varð. Myndskeið á samfélagsmiðlum gefa til kynna að byggingar hafi hrunið í tyrknesku borginni Izmir, en ekki hefur tekist að sannreyna áreiðanleika þeirra.
„Veggir nokkurra húsa hafa hrunið og fleiri byggingar eru skemmdar,“ segir aðstoðarbæjarstjórinn á Samos, Michalis, Mitsios, í samtali við gríska ríkisútvarpið ERT.
„Ekki er hægt að útiloka flóðbylgju,“ segir gríski skjálftafræðingurinn Efthymis Lekkas.
Bandaríska jarðfræðistofnunin hefur metið stærð skjálftans 7 stig, en tyrknesk og grísk yfirvöld meta stærðina á bilinu 6,6 til 6,7.
Uppfært: