Dánartalan nú 64 vegna jarðskjálftans í Tyrklandi

Björgunarsveitir vinna nú að því að ná fólki upp úr …
Björgunarsveitir vinna nú að því að ná fólki upp úr rústunum. AFP

Að minnsta kosti 64 eru látnir í Grikklandi og Tyrklandi eftir jarðskjálftann stóra sem reið yfir svæðið á föstudaginn. Skjálftinn, sem varð undan vesturströnd Tyrklands, var metinn allt að sjö að stærð og fannst alla leið til Aþenu í Grikklandi.

Skjálftinn kom flóðbylgjum af stað sem höfnuðu á strandsvæðum og eyjum bæði í Grikklandi og Tyrklandi.

Eyðileggingin í Tyrklandi er gífurleg.
Eyðileggingin í Tyrklandi er gífurleg. AFP

Tuga manna er enn saknað og eru margir þeirra líklega fastir undir húsarústum. Björgunarsveitir hafa unnið myrkranna á milli síðustu þrjá daga í von um að finna fólk undir rústunum og tókst þeim m.a. að draga sjötugan mann upp úr hruninni byggingu þar sem hann hafði verið fastur í 33 klukkutíma.

Rúmlega 900 manns hlutu áverka vegna skjálftans, en hefur meirihluti þeirra verið útskrifaður af sjúkrahúsum. Átta eru á gjörgæslu.

Frétt BBC um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert