Minnst 22 létust í skjálftanum

Björgunarmenn leita í rústum í Izmir-héraði.
Björgunarmenn leita í rústum í Izmir-héraði. AFP

Minnst 22 manns féllu í öflugum jarðskjálfta sem reið yfir strönd Tyrklands sem liggur að Eyjahafi og norður af grísku eyjunni Samos. Fjöldi heimila er eyðilagður eftir skjálftann. 

Tyrkir segja að skjálftinn hafi verið af stærð 6,6. 20 manns létust þar í landi í skjálftanum og 786 særðust. Þá féllu tveir unglingar á Samos í skjálftanum. 

Hann kom af stað lítilli flóðbylgju og flæddi yfir Izmir-hérað í Tyrklandi og Samos. 

Yfirvöld í Izmir setja nú upp tjaldsvæði til að hýsa um 2.000 manns yfir nótt en þau óttast að fleiri byggingar geti hrunið. Að sögn yfirvalda hefur 70 manns verið bjargað úr rústunum sem jarðskjálftinn skyldi eftir sig. Enn er leitað í rústunum.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert