Yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, Michelle Bachelet, segir að sér sé misboðið eftir aftöku íranskra stjórnvalda á stjórnarandstæðingnum Ruhollah Zam, sem fram fór á laugardag.
Í yfirlýsingu hvetur hún stjórnvöld í Teheran til að stöðva aukna notkun dauðarefsinga þar í landi.
Íranskar öryggissveitir tilkynntu í október á síðasta ári að Zam hefði verið handtekinn og var honum lýst sem gagnbyltingarmanni sem hlýddi fyrirskipunum Frakka.
Zam var áður búsettur í París og var sakaður af stjórnvöldum um að hafa leikið lykilhlutverk í skipulagningu mótmæla gegn stjórnvöldum veturinn 2017-2018.