Bandarísku feðgarnir sem grunaðir eru um að hafa aðstoðað Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra bílaframleiðandans Nissan, að flýja úr stofufangelsi í Tókýó í Japan í desember 2019, voru í gær framseldir til Japan, að því er segir á vef BBC.
Ghosn flúði til Beirút í Líbanon en Líbanon er ekki með framsalssamning við Japan.
Feðgarnir, Michael Taylor og Peter Taylor, sem hafa síðan í maí í fyrra verið í fangelsi í Boston, Bandaríkjunum, hafa barist mánuðum saman gegn því að vera framseldir vegna málsins.
Að sögn saksóknara hlutu feðgarnir 1,3 milljónir dollara fyrir að hjálpa Ghosn við flóttann en samkvæmt Vanity Fair hefur Michael Taylor aðstoðað nærri 20 manns við flótta og rukkað á frá 20.000 til tveggja milljóna Bandaríkjadala fyrir hverja flóttaaðgerð.