Stærstu dagblöð Norðurlanda fordæma yfirvöld í Kína

Fjölmiðlafrelsi hefur farið hrakandi í Kína.
Fjölmiðlafrelsi hefur farið hrakandi í Kína. AFP

Fjögur stærstu dagblöð Norðurlanda minntust aldarafmælis kínverska kommúnistaflokksins með sameiginlegu bréfi ritstjórnanna þar sem fordæmdar eru árásir yfirvalda á fjölmiðlafrelsi í Hong Kong.

„Heimurinn getur ekki lengur staðið aðgerðarlaus á meðan Kína sogar smám saman loftið úr fjölmiðlafrelsi Hong Kong,“ segir í sameiginlegu bréfi Aftenposten í Noregi, Dagens Nyheter í Svíþjóð, Politiken í Danmörku og Helsingin Sanomat í Finnlandi. 

Í bréfinu segir einnig að dagblöðin ætli að skrifa meira um ástand mála í Hong Kong á næstunni. 

Í júní var fjölmiðlinum Apple Daily lokað en blaðið hef­ur verið einn af horn­stein­um lýðræðis­bar­áttu­manna í Hong Kong und­an­far­in ár. Stjórnendur blaðsins voru margir handteknir með heim­ild nýrra ör­ygg­is­laga sem sett voru í Kína á síðasta ári. 

Meðal annars má sjá bréfið á vef Politiken 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert