Peng Shuai birtist skyndilega á tennismóti

Peng Shuai árið á Australian Open árið 2019.
Peng Shuai árið á Australian Open árið 2019. AFP

Kínverska tennisstjarnan Peng Shuai, sem hvarf í kjölfar þess að hún ásakaði hátt settan embættismann um nauðgun, birtist óvænt á tennismóti í dag, samkvæmt myndum frá mótinu sem m.a. hafa verið birtar á kínverskum ríkisfjölmiðlum. Fréttir af þessu berast í kjölfar þess að þrýstingur frá alþjóðasamfélaginu, sem vildi fá að vita hvort það væri í lagi með Shuai, jókst á kínversk stjórnvöld.

Peng sást í bláum íþróttajakka og hvítum buxum á úrslitum Fila barnamótsins í Tennis. Peng hafði fram til þessa ekki sést opinberlega síðan hún ásakaði Zhang Ga­oli, hátt­sett­an kín­versk­an emb­ætt­is­mann, um að hafa neytt hana til kynmaka þegar þau áttu í lauslegu ástarsambandi um nokkurra ára skeið. Ásökunina setti Peng fram í byrjun nóvember. Hún var ritskoðuð víða á kínverskum netmiðlum. 

Samtalið virðist sviðsett

Stórstjörnur í tennisheiminum, Sameinuðu þjóðirnar og fleiri hafa á síðustu dögum krafist þess að fá að vita eitthvað um ástand Peng. 

Kínverskur ríkisfréttamaður birti myndskeiðin tvö af Peng sem sjá má hér að ofan. Eiga þau að hafa verið tekin um helgina en AFP fréttastofan hefur ekki náð að sannreyna að það sé satt. 

Spjallið í öðru myndskeiðinu, þar sem Peng situr að snæðingi með þjálfaranum sínum og vinum, virðist vera sviðsett, að sögn AFP. Þar segir karlmaður t.a.m.: „Í dag er 20. nóvember“, en kona í myndbandinu leiðréttir hann og segir „Nei, það er 21. nóvember“. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert