Óttast að yfir þrjátíu séu látnir eftir fellibyl

Íbúar við eyðilöggð heimili sín í Carcar á Filippseyjum í …
Íbúar við eyðilöggð heimili sín í Carcar á Filippseyjum í dag. AFP

Óttast er að yfir 30 séu látnir og fjölda annarra er saknað eftir að fellibylurinn Rai gekk yfir Filippseyjar. Fellibylurinn hefur leitt af sér mikla úrkomu og flóðahættu víða í sunnanverðu landinu og jafnað mörg heimili við jörðu. 

Björgunaraðgerðir eru nú víða í gangi í þeim héruðum landsins sem komu verst út úr bylnum en víða er rafmagnsleysi og rúmlega þrjár milljónir manns án rafmagns.

Miklar áhyggjur eru af eyjunni Siargao, vinsælum ferðamannastað þar sem bylurinn fór fyrst á land. Ríkisstjóri Siargao sagði eyjuna algjörlega í rúst og að áætlaður viðgerðarkostnaður myndi nema yfir 400 milljónum bandaríkjadala.

Um 20 stormar og fellibyljir skella á landið árlega en fellibylurinn Rai mun vera sá stærsti á þessu ári og í langan tíma.

BBC greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert