Eldgosið í Tonga-eyjaklasanum sem varð í nótt er eitt kraftmesta eldgos sem orðið hefur í seinni tíð.
Þetta kemur fram á síðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands á Facebook, sem haldið er úti af sérfræðingum.
Gervihnattamyndir sýni risavaxinn gosmökk rísa upp í að minnsta kosti 30 kílómetra hæð á stuttum tíma.
„Á 40 mínútum hafði mökkurinn breitt svo úr sér að hann mældist um 400 km í þvermál. Undir mekkinum skall á kolniðamyrkur,“ segir í færslu hópsins.
Tonga's Hunga Tonga volcano just had one of the most violent volcano eruptions ever captured on satellite. pic.twitter.com/M2D2j52gNn
— US StormWatch (@US_Stormwatch) January 15, 2022
Fram kemur að svo öflug eldsumbrot séu fátíð á jörðu. „Mögulega þarf að leita aftur til ársins 1991 þegar eldfjallið Pinatubo á Filippseyjum sprakk í loft upp til að finna álíka sprengingu. Gosið í nótt hefur um tíma náð plínískum sprengifasa.“
Tonga's Hunga Tonga volcano just had one of the most violent volcano eruptions ever captured on satellite. pic.twitter.com/M2D2j52gNn
— US StormWatch (@US_Stormwatch) January 15, 2022