Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa ráðlagt fólki á kyrrahafsströndum sínum að halda sig frá ströndinni vegna flóðbylgjuviðvörunar í kjölfarið á neðansjávar eldgosi í Suður-Kyrrahafi. Búist er við sterkum straumum og öldum á strandirnar en er talið ólíklegt að stór flóðbylgja verði. Breska ríkisútvarpið greinir frá.
Eldgosið er það nýjasta í röð eldgosa sem orðið hafa undanfarið í eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga Ha'apai. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út í þó nokkrum löndum, þar á meðal Tonga og Nýja-Sjálandi.
Að sögn embættismanna í höfuðborg Fiji-eyja, Suva , heyrðust drunur úr eldgosinu, sem stóð yfir í átta mínútur, hátt og snjallt þar, í meira en 800 kílómetra fjarlægð.
Tonga's Hunga Tonga volcano just had one of the most violent volcano eruptions ever captured on satellite. pic.twitter.com/M2D2j52gNn
— US StormWatch (@US_Stormwatch) January 15, 2022
Í myndum af samfélagsmiðlum sjást öldur skella á kirkjum og heimilum kyrrahafseyjunnar Tonga. Vitni segja að aska falli yfir höfuðborgina Nuku'alofa.