Flóðbylgjuhætta í Bandaríkjunum og Japan

Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út í Bandaríkjunum og í Japan …
Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út í Bandaríkjunum og í Japan vegna gossins. AFP

Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa ráðlagt fólki á kyrrahafsströndum sínum að halda sig frá ströndinni vegna flóðbylgjuviðvörunar í kjölfarið á neðansjávar eldgosi í Suður-Kyrrahafi. Búist er við sterkum straumum og öldum á strandirnar en er talið ólíklegt að stór flóðbylgja verði. Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Eld­gosið er það nýj­asta í röð eld­gosa sem orðið hafa und­an­farið í eld­fjall­inu Hunga Tonga-Hunga Ha'apaiFlóðbylgju­viðvör­un hef­ur verið gef­in út í þó nokkr­um lönd­um, þar á meðal Tonga og Nýja-Sjálandi.

Að sögn emb­ætt­is­manna í höfuðborg Fiji-eyja, Suva , heyrðust drun­ur úr eld­gos­inu, sem stóð yfir í átta mín­út­ur, hátt og snjallt þar, í meira en 800 kíló­metra fjar­lægð.

Í mynd­um af sam­fé­lags­miðlum sjást öld­ur skella á kirkj­um og heim­il­um kyrra­hafs­eyj­unn­ar Tonga. Vitni segja að aska falli yfir höfuðborg­ina Nuku'alofa.

Eld­gosið er það nýj­asta í röð eld­gosa sem orðið hafa …
Eld­gosið er það nýj­asta í röð eld­gosa sem orðið hafa und­an­farið í eld­fjall­inu Hunga Tonga-Hunga Ha'apai. Skjáskot/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert