Tongverjar flýja nú í ofvæni til efri byggða landsins vegna flóða sem myndast hafa í kjölfar neðansjávareldgoss í grennd við eyjuna.
Eldgosið er það nýjasta í röð eldgosa sem orðið hafa undanfarið í eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga Ha'apai.
„Maður heyrði óp allstaðar, fólk að kalla á aðra að leita skjóls,“ sagði Mere Taufa, íbúi landsins, í samtali við Stuff-fréttastofuna á Nýja-Sjálandi.
Hún hafi fundið jörðina skjálfa þegar gosið varð og heimili hennar verið á floti nokkrum mínútum síðar.
„Litli bróðir minn hélt að það væri sprengjuárás.“
Tupou hinn sjötti, konungur landsins, er sagður hafa verið færður í skjól úr konungshöllinni í höfuðborginni Nuku'alofa og færður í annað húsnæði í efri byggðum langt frá ströndinni.
Almennir borgarar búsettir nær ströndinni flýja nú flóðbylgjuna, sem er sögð rúmur metri að hæð.
Myndskeið frá samfélagsmiðlum sýnir fólk keyra frá flóðinu:
Mannnn my heart hurts for my people rn 😭🇹🇴🙏🏽 pic.twitter.com/QjzW5f1uAy
— Aki🌴🇹🇴 (@ahkee_fifita) January 15, 2022
Myrkrið tók yfir eftir að aska frá gosinu huldi sólina algjörlega:
It's pitch black in Tonga currently as ash blocks out the sun. pic.twitter.com/sZ8hToGBIA
— Doge (@IntelDoge) January 15, 2022