Töluverðar skemmdir urðu á norðurhluta Nuku'alofa, sem er höfuðborg Tonga, eftir jarðskjálftann sem varð í Kyrrahafi í gærmorgun og þær flóðbylgjur sem fylgdu í kjölfarið.
Þetta sagði Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, í samtali við fréttastofu AFP, eftir að hafa rætt við sendiráð landsins í Tonga.
Ekki er talið að neinn hafi látist eða slasast alvarlega í flóðunum. Enn liggja þó flestar símalínur niðri og því ekkert fengist staðfest.
Þykkt lag af ösku þekur nú borgina og vatnsbirgðir hennar ónýtar, en í gær varð öskufall svo mikið að myrkur skall á.
Lofther Nýja-Sjálands hefur sett sig í stellingar og mun veita eyjunni aðstoð eins fljótt og auðið er, að því er kom fram á Twitter-síðu lofthersins:
NEWS📢 We’re working hard to see how we can assist our Pacific neighbours after the volcanic eruption near #Tonga.
— NZ Defence Force (@NZDefenceForce) January 16, 2022
An @NZAirForce Orion aircraft is on stand-by to provide aerial surveillance as soon as atmospheric conditions allow. Flying conditions are currently hazardous. pic.twitter.com/BUzdEIGo3c