Ekkert manntjón en töluverðar skemmdir

Öskufall var mikið og vatnsbirgðir eyjunnar eru litlar.
Öskufall var mikið og vatnsbirgðir eyjunnar eru litlar. AFP

Töluverðar skemmdir urðu á norðurhluta Nuku'alofa, sem er höfuðborg Tonga, eftir jarðskjálftann sem varð í Kyrrahafi í gærmorgun og þær flóðbylgjur sem fylgdu í kjölfarið.

Þetta sagði Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, í samtali við fréttastofu AFP, eftir að hafa rætt við sendiráð landsins í Tonga.

Ekki er talið að neinn hafi látist eða slasast alvarlega í flóðunum. Enn liggja þó flestar símalínur niðri og því ekkert fengist staðfest.

Loftherinn til aðstoðar

Þykkt lag af ösku þekur nú borgina og vatnsbirgðir hennar ónýtar, en í gær varð öskufall svo mikið að myrkur skall á. 

Lofther Nýja-Sjálands hefur sett sig í stellingar og mun veita eyjunni aðstoð eins fljótt og auðið er, að því er kom fram á Twitter-síðu lofthersins:



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert