Kanada gefur Úkraínu vopn fyrir 49 milljarða

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. AFP

Kanada mun senda Úkraínu vopn fyrir fimm hundrað milljón kanadískra dala svo Úkraínumenn geti varist, komi til innrásar Rússa. Það samsvarar rúmlega fjörutíu og níu milljörðum íslenskra króna.

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada lýsti yfir þessum áformum í kvöld. Með vopnagjöfinni sé hann að verða við sérstakri ósk Úkraínumanna, en vopnin bætast við þann stuðning sem Kanada veitir Úkraínu nú þegar í formi annars konar búnaðar. 

Trudeau segir tilganginn vera að draga úr líkum á innrás Rússa.

Þá mun Kanada einnig koma til með að auka við lánveitingu til Úkraínu. Mun sú fjárhæð þá nema 640 milljónum kanadískra dala, eða rúmlega 63 milljörðum íslenskra króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert