Hver tekur við af Boris?

00:00
00:00

Bar­átt­an um hver verður arftaki Boris­ar John­sons í for­mennsku breska Íhalds­flokks­ins, og sem for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, eft­ir drama­tíska ráðherratíð og af­sögn hans, er haf­in. 

Bar­átt­an fer hægt af stað á yf­ir­borðinu en næsta víst þykir að all­ir þing­menn flokks­ins, sem telji sig eiga mögu­leika á stóln­um, rói nú öll­um árum að því að afla stuðnings við fram­boð sitt. 

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretland, í gær.
Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­land, í gær. AFP

Þrír hátt­sett­ir íhalds­menn hafa þegar sett nafn sitt í hatt­inn; Tom Tug­end­hat formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar breska þings­ins, Su­ella Bra­verm­an dóms­málaráðherra, og Steve Baker þingmaður og harður stuðnings­maður Brex­it. 

Tom Tugendhat.
Tom Tug­end­hat. AFP/​Tolga Ak­men
General Suella Braverman, dómsmálaráðherra Bretlands.
Gener­al Su­ella Bra­verm­an, dóms­málaráðherra Bret­lands. AFP

Þá þykja ráðherr­arn­ir tveir, sem upp­haf­lega sögðu af sér og settu at­b­urðarás­ina sem leiddi til af­sagn­ar­inn­ar af stað, til alls lík­leg­ir – þeir Ris­hi Sunak fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra og Sajid Javid fyrr­ver­andi heil­brigðisráðherra.

Steve Baker, þingmaður íhaldsflokksins.
Steve Baker, þingmaður íhalds­flokks­ins. AFP

Jeremy Hunt, fyrr­ver­andi menn­ing­ar-, heil­brigðis- og ut­an­rík­is­ráðherra, er sagður liggja und­ir feldi en hann laut í lægra haldi í for­mannsslag við John­son á sín­um tíma. Þegar kom því að skipa í ráðherra­stöður afþakkaði Hunt ráðherra­stól í rík­is­stjórn John­sons.

Bor­is John­son hyggst sitja áfram á stóli for­sæt­is­ráðherra þangað til eft­ir­maður hans hef­ur verið út­nefnd­ur sem verður lík­lega ekki fyrr en í haust. 

Þing­menn í minni­hluta og marg­ir þing­menn inn­an flokks­ins vilja að John­son láti þegar af störf­um en hann hef­ur skipað nýtt ráðuneyti ráðherra með sér.

Rishi Sunak fyrrvernadi fjármálaráðherra til hægri og Sajid Javid, fyrrverandi …
Ris­hi Sunak fyrr­verna­di fjár­málaráðherra til hægri og Sajid Javid, fyrr­ver­andi heil­brigðisráðherra til vinstri. Sam­sett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert