Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér sem næsti formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. Þetta tilkynnir Sunak í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter.
I’m standing to be the next leader of the Conservative Party and your Prime Minister.
— Rishi Sunak (@RishiSunak) July 8, 2022
Let’s restore trust, rebuild the economy and reunite the country. #Ready4Rishi
Sign up 👉 https://t.co/KKucZTV7N1 pic.twitter.com/LldqjLRSgF
Eins og hefur verið greint frá var Sunak ásamt Sajid Javid, fyrrum heilbrigðisráðherra Bretlands, fyrstur til að segja af sér á þriðjudaginn. Í kjölfarið sögðu fjöldi ráðherra og aðrir starfsmenn af sér sem leiddi til þess að Boris Johnson sagði af sér í gær.
Nú hefur Sunak tilkynnt að hann sækist eftir stöðu formanns og embætti forsætisráðherra og er hann fyrstur innan íhaldsflokksins til þess að tilkynna það. „Endurheimtum traust, endurbyggjum hagkerfið og sameinum þjóðina,“ sagði Sunak í færslu sinni.