Hætta við brúðkaupsveislu í setri í eigu ríkisins

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Carrie Johnson giftu sig í …
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Carrie Johnson giftu sig í fyrra. AFP

Bor­is John­son og Carrie John­son sem giftu sig í maí í fyrra hafa nú hætt við að halda brúðkaups­veislu í setri í eigu breska rík­is­ins. Fyr­ir­huguð veislu­höld hafa mætt þó nokk­urri gagn­rýni eft­ir að fjöldi hneykslis­mála urðu til þess að Bor­is til­kynnti í fyrra­dag að hann ætli að segja af sér. 

Mis­mælti sig þegar hann til­kynnti af­sögn­ina

Bor­is hef­ur nú til­kynnt af­sögn sína sem leiðtogi Íhalds­flokks­ins og að hann muni jafn­framt stíga af stalli sem for­sæt­is­ráðherra Bret­lands. Það mun þó ekki taka gildi fyrr en að Íhalds­flokk­ur­inn vel­ur nýj­an formann á næstu mánuðum.

Bor­is hef­ur verið sakaður um að hafa haldið í völd­in sem for­sæt­is­ráðherra að hluta til vegna þess að hann hafði nú þegar sent út boðskort í brúðkaups­veisl­una. Fyr­ir­hugað var að halda hana í Chequ­ers, sveita­setri for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, þann 30. júlí. 

„Ríg­held­ur í völd fyr­ir hinsta dans­inn,“ stóð til að mynda í frétt frétta­stofu Daily Mirr­or um málið. Það er jafn­framt til­vitn­un í veislu­höld í Down­ingstræti sem fóru fram á meðan á kór­ónu­veirufar­aldr­in­um stóð.

Þá hafa gagn­rýn­end­ur Bor­is sakað hann um að hafa haft fyr­ir­hugaða veislu í setr­inu í huga þegar hann til­kynnti af­sögn sína fyr­ir utan Down­ingstræti í gær. Þá mis­mælti hann sig og sagði í ræðu sinni, „ég vil þakka öllu frá­bæra starfs­fólk­inu hér í Chequ­ers“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert