Stór nöfn bætast í formannsslaginn

Barist verður um stól Johnsons.
Barist verður um stól Johnsons. AFP

Þrír þing­menn til viðbót­ar hafa bæst í bar­átt­una um for­manns­sæti Íhalds­flokks­ins; Sajid Javid, fyrr­ver­andi fjár­mála- og heil­brigðisráðherra, Nadhim Za­hawim fjár­málaráðherra og Jeremy Hunt, fyrr­ver­andi heil­brigðisráðherra. 

Bor­is John­son sagðist myndu segja af sér sem formaður flokks­ins á fimmtu­dag­inn og stíga til hliðar sem for­sæt­is­ráðherra í haust.

Átta manns sækj­ast því eft­ir for­manns­sæt­inu og þar með for­sæt­is­ráðherra­stóln­um.

Þessi hafa gefið kost á sér í embættið:

  • Tom Tug­end­hat formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar breska þings­ins
  • Su­ella Bra­verm­an dóms­málaráðherra
  • Steve Baker þingmaður
  • Ris­hi Sunak, fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra Bret­lands
  • Sajid Javid, fyrr­ver­andi fjár­mála- og heil­brigðisráðherra
  • Nadhim Za­hawim fjár­málaráðherra
  • Jeremy Hunt, fyrr­ver­andi heil­brigðisráðherra
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert