Þrír þingmenn til viðbótar hafa bæst í baráttuna um formannssæti Íhaldsflokksins; Sajid Javid, fyrrverandi fjármála- og heilbrigðisráðherra, Nadhim Zahawim fjármálaráðherra og Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Boris Johnson sagðist myndu segja af sér sem formaður flokksins á fimmtudaginn og stíga til hliðar sem forsætisráðherra í haust.
Átta manns sækjast því eftir formannssætinu og þar með forsætisráðherrastólnum.
Þessi hafa gefið kost á sér í embættið: