Breski menntamálaráðherrann Andrea Jenkyns hefur sent frá sér útskýringu á því hvers vegna hún gaf fólkinu, sem safnast hafði saman fyrir utan Downingstræti 10 á fimmtudag, fingurinn.
Skömmu síðar greindi Boris Johnson frá því að hann hygðist segja sig frá embætti forsætisráðherra.
Jenkyns segir fólkið hafa verið að móðga þingmennina þar sem þeir gengu framhjá, en hún gaf því fingurinn í örskotsstund.
Atvikið náðist á fjölda mynda og hefur ráðherrann hlotið mikla gagnrýni fyrir.
Ministers aren’t expected to be perfect.
— Bridget Phillipson (@bphillipsonMP) July 8, 2022
But is it really too much to ask that they don’t treat the public like this? pic.twitter.com/LcA11oh09W
Jenkyns reynir að útskýra málið og kveðst hafa fengið sjö líflátshótanir á undanförnum fjórum árum. Tvær þeirra hafi borist á síðustu vikum og séu til rannsóknar hjá lögreglu.
Segist Jenkyns hafa verið komin á brún þolmarka sinna þegar þarna var komið sögu.
„Ég hefði átt að sýna meiri stillingu en ég er bara mennsk.“
— Andrea Jenkyns MP (@andreajenkyns) July 9, 2022