Wallace gefur ekki kost á sér

Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands.
Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands. AFP

Varnarmálaráðherra Bretlands, Ben Wallace, ætlar ekki að gefa kost á sér í embætti leiðtoga Íhaldsflokksins, að því er kemur fram í twitter-færslu hans.

Boris Johnson staðfesti í fyrradag afsögn sína sem leiðtogi Íhaldsflokksins og að hann ætli í kjölfarið að stíga af stalli sem forsætisráðherra þegar eftirmaður hans hefur verið útnefndur.

„Að vandlega athuguðu málið og eftir viðræður við samstarfsmenn og fjölskyldu hef ég tekið þá ákvörðun að taka ekki þátt í keppninni um forystu Íhaldsflokksins. Ég er mjög þakklátur öllum þingmönnum mínum og almenningi sem hafa heitið stuðningi við mig,“ skrifar Wallace.

Þar segir hann ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda en að hann ætli að einbeita sér að núverandi starfi. Þá óskaði hann frambjóðendum góðs gengis.

Baráttan um hver verði aftaki Johnson er þegar hafin og hafa þrír hátt­sett­ir íhalds­menn þegar sett nafn sitt í hatt­inn; Tom Tug­end­hat formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar breska þings­ins, Su­ella Bra­verm­an dóms­málaráðherra, og Steve Baker þingmaður og harður stuðnings­maður Brex­it. 

Þá þykja ráðherr­arn­ir tveir, sem upp­haf­lega sögðu af sér og settu at­b­urðarás­ina sem leiddi til af­sagn­ar­inn­ar af stað, til alls lík­leg­ir – þeir Ris­hi Sunak fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra og Sajid Javid fyrr­ver­andi heil­brigðisráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert