Penny Mordaunt, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur tilkynnt að hún muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins.
Mordaunt tilkynnti um framboð sitt í færslu á twitter-síðu sinni í dag þar sem hún skrifaði: „Forysta okkar verður að breytast. Hún þarf að snúast aðeins minna um leiðtoganna og miklu meira um skipið.“
Our leadership has to change. It needs to become a little less about the leader and a lot more about the ship. https://t.co/2O8T762DMT#pm4pm pic.twitter.com/Cib1w0sPBO
— Penny Mordaunt (@PennyMordaunt) July 10, 2022
Mordaunt er sú níunda til að bjóða sig fram eftir að Boris Johnson forsætisráðherra sagðist myndu segja af sér sem formaður flokksins á fimmtudaginn og stíga til hliðar sem forsætisráðherra í haust.
Auk Mordaunt hafa þessi gefið kost á sér í embættið: