Nýr forsætisráðherra kynntur 5. september

Boris Johnson verður ekki lengur forsætisráðherra frá og með 5. …
Boris Johnson verður ekki lengur forsætisráðherra frá og með 5. september. AFP

Nýr for­sæt­is­ráðherra í Bretlandi verður kynnt­ur þann 5. sept­em­ber næst­kom­andi. 

Ell­efu ein­stak­ling­ar hafa boðið sig fram sem arf­tak­ar Bor­is John­sons, nú­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, þegar hann stíg­ur til hliðar í haust. Vilja þeir taka við sem leiðtog­ar Íhalds­flokks­ins. 

Pennu Mor­daunt, fyrr­ver­andi varn­ar­málaráðherra Bret­lands, þykir sig­ur­strang­leg, ef marka má skoðanakann­an­ir á vefsíðu þing­flokks­ins. Á eft­ir henni koma Kemi Badenoch jafn­rétt­is­málaráðherra, og Ris­hi Sunak, fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra. 

Kosið þar til tveir standa eft­ir

Til þess að kom­ast í fyrstu um­ferð kosn­inga þurfa fram­bjóðend­ur að tryggja sér tutt­ugu til­nefn­ing­ar úr hópi 358 þing­manna Íhalds­flokks­ins. 

Þá verður kosið og þeir sem ekki hljóta þrjá­tíu at­kvæði, falla úr lest­inni, en aðrir kom­ast áfram í næstu um­ferð kosn­inga. 

Nán­ast hver ein­asti framjóðandi hef­ur lofað veg­leg­um skatta­lækk­un­um, í von um að vinna þannig hug og hjörtu sam­flokks­manna sinna, að því er fram kem­ur í frétt Reu­ters

Tæki­færi til að móta framtíðar­stefnu

Formaður nefnd­ar­inn­ar sem ann­ast kosn­ing­arn­ar, Gra­ham Bra­dy, seg­ist vona að valið á nýj­um for­manni fari fram hratt og snyrti­lega. Hann á von á því að kosn­ing­arn­ar verði líf­leg­ar, en í þeim fel­ist tæki­færi til að móta framtíðar­stefnu flokks­ins. 

Með þess­ari aðferð verður hóp­ur­inn þrengd­ur þar til hann tel­ur aðeins tvo fram­bjóðend­ur. Að lok­um geta all­ir sem skráðir eru í Íhalds­flokks­inn kosið milli þeirra. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert