Mótmæla væntanlegri aftöku tveggja manna

Mohammad Mahdi Karami og Seyed Mohammad Hosseini voru teknir af …
Mohammad Mahdi Karami og Seyed Mohammad Hosseini voru teknir af lífi á laugardag. AFP

Tugir manna mótmæla nú fyrir utan fangelsi í Íran þar sem tveir menn sitja inni og bíða eftir að verða teknir af lífi fyrir mótmæli gegn ríkisstjórninni. 

BBC greinir frá þessu en Mohammad Ghobadlou, móðir annars mannsins, stóð fyrir utan fangelsið í borginni Karaj og bað um miskunn fyrir son sinn. 

Á laugardag voru tveir hengdir fyrir mótmæli í ríkinu. 

Frá mótmælum í Íran.
Frá mótmælum í Íran. AFP/Jean-Philippe Ksiazek

Þriðja og fjórða aftakan 

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna sagði aftökurnar á Mohammad Mahdi Karami og Seyed Mohammad Hosseini hafa verið „herfilegar“ og að réttarhöld yfir þeim hafi verið ósanngjörn og byggða á þvinguðum játningum. 

Karami og Hosseini voru fundir sekir fyrir „spillingu á jörð“ vegna meintri hlutdeild þeirra í morði á liðsmanni í sjálf­boðasveitum Basji, sem eru hliðholl­ar stjórn­inni, í nóvember. Báðir mennirnir neituðu sök og sögðu að þeir hefðu verið pyntaðir. 

Karami og Hosseini voru þriðji og fjórði einstaklingurinn til þess að vera tekinn af lífi fyrir að hafa tekið þátt í mótmælunum í Íran sem byrjuðu í september eftir dauða  Mahsa Am­ini, sem lést í haldi lög­regl­unn­ar.

111 bíða dauðarefsingu

Talið er að 519 óbreyttir borgarar hafi látist í mótælunum og 68 liðsmenn öryggissveitanna. Þá hafa tæplega 20 þúsund manns verið handtekinn og talið er að 111 af þeim eigi í hættu á að vera dæmdir til dauða.

Fólk safnaðist saman fyrir utan Rajai Shahr fangelsið í gærkvöldi eftir að greint var frá því að Mohammad Ghobadlou, sem er 22 ára, og Mohammad Boroughani, sem er 19 ára, hefðu verið færðir í einangrun til þess að bíða aftöku.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka