„Fjölskyldan er í áfalli“

Olivier Vandecasteele hefur verið dæmdur til 40 ára fangelsisvistar í …
Olivier Vandecasteele hefur verið dæmdur til 40 ára fangelsisvistar í Íran fyrir sakir sem belgísk yfirvöld kalla skáldskap, dómurinn sé hefnd fyrir dóm Belga yfir írönskum sendierindreka. Ljósmynd/Facebook-hópurinn Free Olivier Vandecasteele

Belg­ísk­ur hjálp­ar­starfsmaður, Oli­vier Vand­eca­steele, hef­ur verið dæmd­ur til 40 ára fang­elsis­vist­ar auk þess að þola 74 svipu­högg í Íran fyr­ir njósn­ir í þágu Banda­ríkj­anna, gjald­eyr­iss­mygl og pen­ingaþvætti.

Frá þessu grein­ir ír­anska Tasnim-frétta­stof­an og hafa yf­ir­völd í Belg­íu þegar vísað sak­ar­efn­inu á bug auk þess sem Vand­eca­steele sjálf­ur hef­ur haldið sak­leysi sínu fram all­ar göt­ur síðan hann var hand­tek­inn í heim­sókn til Írans í fe­brú­ar í fyrra.

Hadja Lahbib, ut­an­rík­is­ráðherra Belg­íu, for­dæm­ir aðgerðir ír­anskra stjórn­valda í máli Vand­eca­steele og seg­ir sendi­herra Írans í Brus­sel nú verða kallaðan á teppið.

Fórn­ar­lamb og gísl

„Fjöl­skyld­an er í áfalli,“ seg­ir Oli­vier Van Steirte­gem, ná­inn vin­ur Vand­eca­steele, og hvet­ur belg­ísk stjórn­völd til að láta einskis ófreistað við að bjarga fang­an­um úr prísund­inni. „Oli­vier er fórn­ar­lamb, hann er gísl,“ seg­ir Van Steirte­gem.

Belg­íski dóms­málaráðherr­ann Vincent Van Quicken­borne lét þau orð falla í des­em­ber að sak­ir Vand­eca­steele væru skáld­skap­ur einn en ír­önsk yf­ir­völd leituðu nú hefnda fyr­ir 20 ára dóm Belga yfir Assa­dolah Asa­di, ír­önsk­um sendier­ind­reka sem ákærður var fyr­ir að leggja á ráðin um sprengju­til­ræði á fjár­öfl­un­ar­fundi Þjóðarráðs um and­spyrnu gegn Íran, Nati­onal Council of Res­ist­ance of Iran, NCRI, skammt frá frönsku höfuðborg­inni Par­ís í júní 2018.

The Brus­sels Times
Al Jazeera
Bloom­berg

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert