Styttist í mannað geimfar á tunglinu

Nasa fékk háar fjárhæðir til verkefnisins.
Nasa fékk háar fjárhæðir til verkefnisins. AFP

Nasa mun í næsta mánuði skýra frá því hverj­ir verða vald­ir til flugs um­hverf­is tunglið á næsta ári. Geim­ferðin er liður í áætl­un Nasa um að lenda mönnuðu geim­fari á tungl­inu árið 2025.

Geim­farið hef­ur fengið heitið Artem­is 2 en um 12 mánuðum síðar mun Artem­is 3 lenda mönnuðu geim­fari á tungl­inu ef áætlan­ir stand­ast.

Nasa til­kynnti um að ný teg­und geimbún­inga verði kynnt í næsta mánuði en Nasa fékk hvorki meira né minna en 27 millj­arða banda­ríkja­dala til verk­efn­anna.

Nokk­ur umræða hef­ur verið um það hverj­ir verði vald­ir til geim­ferðar­inn­ar á næsta ári og á það hef­ur verið bent að hingað til hafi ein­ung­is hvít­ir karl­menn farið í tungl­leiðangra. Fjór­ir verða vald­ir til lend­ing­ar á tungl­inu.

Ein­ung­is 12 manns hafa stigið fæti á tunglið til þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert