Handtóku fleiri en 100 manns vegna eitrananna

Sumir telja eitran­irn­ar vera svar frá þeim sem lík­ar illa …
Sumir telja eitran­irn­ar vera svar frá þeim sem lík­ar illa við upp­reisn ungra kvenna í land­inu. AFP/Ed Jones

Yfirvöld í Íran hafa handtekið fleiri en 100 manns vegna dularfullru eitranann­a sem skóla­stúlkur hafa orðið fyrir víða í land­inu á síðustu mánuðum.

Talið er að fyrstu eitranirnar hafi verið í lok nóvember, tveimur mánuðum eftir að mótmælin vegna dauða Masha Amini brutust út. Sumir telja eitran­irn­ar vera svar frá þeim sem lík­ar illa við upp­reisn ungra kvenna í land­inu.

Fórnarlömb eitrananna hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús.

Vilji loka skólum

Yfirvöld í Íran segja að meðal þeirra handteknu séu einstaklingar sem vilji loka skólum í landinu. 

Þá telja yfirvöld einnig að þeir sem hafi eitrað fyrir stúlkunum séu mögulega með tengsl við íranskan stjórnarandstöðuhóp í Albaníu. Samtökin kallast Mujahedeen-e-Khalq og líta írönsk stjórnvöld á þau sem hryðjuverkasamtök.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka