Johnson þarf að svara fyrir „Partygate“

Boris Johnson kveðst saklaus og mun svara spurningum þingnefndarinnar 22. …
Boris Johnson kveðst saklaus og mun svara spurningum þingnefndarinnar 22. mars. AFP

Bor­is John­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, mun í næstu viku sitja fyr­ir svör­um breskr­ar þing­nefnd­ar sem mun fara fram á að John­son svari því hvort hann hafi sagt ósatt í tengsl­um við „Partyga­te“-hneykslið svo­kallaða, þegar sótt­varna­lög vegna heims­far­ald­urs­ins voru brot­in í af­mæl­is­veislu hans árið 2020.

John­son hef­ur ít­rekað neitað fyr­ir það í þingsal að hvorki hann né starfslið hans hafi brotið sótt­varna­lög þegar kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn stóð sem hæst með veislu­höld­um í Down­ingstræti.

Sagði af sér í júlí í fyrra

Breska lög­regl­an sektaði hóp af sam­starfs­mönn­um John­sons í kjöl­far lög­reglu­rann­sókn­ar. Þá varð ráðherr­ann sjálf­ur fyrsti sitj­andi for­sæt­is­ráðherra lands­ins sem hef­ur gerst brot­leg­ur við lög í tengsl­um við eina af þeim veisl­um sem voru haldn­ar í ráðherra­bú­staðnum.

John­son sagði af sér embætti í júlí í fyrra eft­ir að hafa setið mánuðum sam­an und­ir ásök­un­um um sótt­varna­brot auk annarra hneykslis­mála. 

Nefnd­in, sem fer með rann­sókn máls­ins, hef­ur greint frá því að John­son muni mæta á op­inn fund sem fer fram 22. mars.

Hafi ekki sagt satt og rétt frá

Í bráðabirgðaskýrslu, sem var birt fyrr í þess­um mánuði í kjöl­far átta mánaða vinnu, seg­ir nefnd­in að þau gögn sem hún hafi und­ir hönd­um grafi und­an þeim full­yrðing­um John­sons fyr­ir fullttrúa­deild þings­ins að hann sé blásak­laus.

„Sönn­un­ar­gögn­in benda sterk­lega til þess að John­son hefði mátt vera ljóst að regl­ur hafi verið brotn­ar [varðandi Covid] þegar hann var viðstadd­ur viðburðina,“ seg­ir m.a. í skýrsl­unni.

Þá seg­ir að gögn bendi enn frem­ur til þess að full­trúa­deild þings­ins hafi í nokk­ur skipti verið af­vega­leitt.

John­son kok­hraust­ur

John­son hef­ur aft­ur á móti haldið því fram að skýrsl­an muni hreinsa hann af allri sök.

„Það er ekk­ert sem bend­ir til þess að nokk­ur af mín­um ráðgjöf­um eða op­in­ber­um starfs­mönn­um hafi varað mig við því fyr­ir­fram að þess­ir viðburðir gætu verið í and­stöðu við lög,“ sagði John­son, sem held­ur því fram að hann hefði hagað sér í sam­ræmi við lög og regl­ur.

Sjö manna þing­nefnd mun að lok­um taka end­an­lega ákvörðun í mál­inu og ákveða næstu skref. Verði John­son fund­inn sek­ur þá kem­ur til greina að víkja hon­um af þingi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert