Áfram í gæslu vegna fíkniefnasmygls

Hluti fíkniefnanna sem reynt var að smygla til landsins.
Hluti fíkniefnanna sem reynt var að smygla til landsins. mbl.is/Júlíus

Hæstiréttur hefur dæmt að karlmaður, sem handtekinn var í október grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli, sæti gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í málinu. Ákæra á hendur manninum og öðrum manni var gefin út í síðustu viku.

Mönnunum tveimur er gefið að sök að hafa m.a. ætlað að smygla 9,9 kílóum af amfetamíni, 8100 e-töflum, 200 grömmum af kókaíni og miklu magni af steralyfjum í vörugámi frá Rotterdam í Hollandi með skipi frá fyrirtækinu Thorship. Skipið lagðist að bryggju í Straumsvík í Hafnarfirði 10. október og lögregla lagði strax hald á efnin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert